SA Víkingar hefja titilvörnina á laugardag

SA Víkingar hefja titilvörnina á laugardag SA Víkingar hefja leik í Hertz-deildinni á laugardag ţegar liđiđ tekur á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri

SA Víkingar hefja titilvörnina á laugardag

Orri Blöndal (mynd: Ási)
Orri Blöndal (mynd: Ási)

SA Víkingar hefja leik í Hertz-deildinni á laugardag ţegar liđiđ tekur á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri kl. 16.45. Liđ SA Víkinga er mikiđ breytt frá síđasta tímabili og nýr ţjálfari er komin í brúnna, Finninn Sami Lehtinen, sem hefur komiđ međ nýjar áherslur í nýjan og yngri hóp leikmanna.

Frá síđasta tímabili hefur liđiđ misst sex leikmenn, erlendu leikmennirnir frá síđasta tímabili ţeir Jordan, Adam, Thomas og ţjálfarinn Jussi Sipponen hafa allir snúiđ til síns heima og verđa ekki međ liđinu í vetur. Ţá lögđu Rúnar Freyr Rúnarsson og Jón Benedikt Gíslason báđir skautana á hilluna eftir síđasta tímabil. Skörđin eru ađ stórum hluta fyllt af ungum uppöldnum SA leikmönnum sem margir hverjir eru ađ stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Liđiđ hefur einnig fengiđ unga leikmenn tilbaka erlendis frá en samiđ var viđ hinn 19 ára gamla Heiđar Krisveigarsson um ađ leika međ liđinu í vetur en hann hefur spilađ í Svíţjóđ viđ góđan orđstír síđastliđin 4 ár og var valinn besti sóknarmađur Íslands á HM U-20 í vor. Heiđar lék síđast međ Víkingum tímabiliđ 2015-2016 og skorađi ţá 7 mörk í deildarkeppninni ţrátt fyrir ađ vera ađeins 15 ára gamall. Róbert Hafberg 17 ára varnarmađur kemur nýr inn í liđiđ en hann spilađi međ Smedjebacken í Svíţjóđ í fyrra og er gríđarlega lunkinn leikmađur sem verđur spennandi ađ fylgjast međ ţróuninni á í vetur. Hinn 19 ára Halldór Skúlasson er aftur komin í skautana eftir ađ hafa veriđ meira eđa minna fjarrverandi frá sportinu í 2 ár vegna meiđsla en hann spilađi 14 leiki međ Víkingum á árunum 2015-2017 og er mikil viđbót í varnarlínuna. Ţá eru margir ungir leikmenn ađ berjast um stöđur í liđinu og leikmenn úr hinum stóra og sterka 2002 árgangi hafa veriđ ađ spila međ liđinu bćđi í Lýsisbikar- og Evrópukeppninni ţar sem ţeir hafa fengiđ eldskírn og sýnt hvers ţeir eru megnugir. Markmennirnir Róbert Steingrímsson og Jakob Jóhannesson fá loksins tćkifćri á ađ verja búriđ sem fyrstu kostir en báđir tveir vöktu nokkra athygli fyrir frammistöđu sína í Evrópukeppninni í Tyrklandi um síđustu helgi.

Ţađ er spennandi tímabil framundan og ţrátt fyrir mannabreytingar er kjarninn frá síđasta tímabili er ađ stórum hluta sá sami. Liđiđ sýndi í Evrópukeppninni ađ ţađ er fćrt í flestan sjó og eru til alls líklegt. Ţá eru nýjar áherslur hjá ţjálfaranum finnska smám saman ađ taka á sig mynd og verđur skemmtilegt ađ sjá hvernig ţćr koma út. Viđ hvetjum fólk til ţess ađ mćta í höllina á laugardag og flykjast á bak viđ liđiđ en miđinn kostar litlar 1000 kr. og ársmiđar verđa til sölu í anddyrinu.


  • Sahaus3