SA enn taplausar í Hertz-deild kvenna

SA enn taplausar í Hertz-deild kvenna Kvennaliđ SA vann 7-5 sigur á Reykjavík í Hertz-deild kvenna um helgina. Leikurinn var jafnari en oft áđur í vetur

SA enn taplausar í Hertz-deild kvenna

Kvennaliđ SA vann 7-5 sigur á Reykjavík í Hertz-deild kvenna um helgina. Leikurinn var jafnari en oft áđur í vetur og var spennandi allt fram á lokamínútur leiksins. SA er međ sigrinum ţá enţá taplausar í vetur ţegar 9 leikir eru spilađir.

Sigrún Árnadóttir kom Reykjavík yfir snemma leiks en Kolbrún Garđarsdóttir jafnađi leikinn fyrir SA undir lok 1. lotu og stađan var 1-1. Önnur lotan var ćsispennandi ţar sem liđin skiptust á ađ skora en Hilma Bergsdóttir kom SA stúlkum yfir međ fallegu marki í byrjun lotunnar. Sigrún Árnadóttir var aftur á ferđinni fyrir Reykjavík skömmu síđar og jafnađi leikinn í 2-2. Anna Karen Einisdóttir kom SA ţá aftur yfir rétt áđur en Kristín Ingadóttir jafnađi aftur fyrir Reykjavík. Katrín Björnsdóttir skorađi fjórđa mark SA skömmu síđar og stađan ţví 4-3 SA í vil en ţannig stóđ fyrir síđustu lotuna. Apríl Orongan bćtti forskot SA stúlkna í yfirtölu ţegar um 10 mínútur lifđu leiks og Hilma Bergsdóttir skorađi svo sitt annađ mark í leiknum og stađan orđin 6-3. Reykjavíkur stúlkur neituđu ađ gefast upp en Sigrún Árnadóttir skorađi sitt 3. mark í leiknum og Elín Darko bćtti svo viđ fimmta marki Reykjavíkur ţegar 7 mínútur eftir af leiknum. Reykjavíkur liđiđ freistađi ţess ađ jafna leikinn og tóku markmann sinn útaf fyrir auka sóknarleikmann en ţađ voru SA stúlkur sem refsuđu ţegar Silvía Björgvinsdóttir skorađi í tómt markiđ og tryggđi SA sigurinn í leiknum.

Enn eru 3 leikir eftir í Hertz-deild kvenna en ţeir fara allir fram syđra. Úrslitakeppnin fer svo fram í apríl.


  • Sahaus3