Ragnhildur Kjartansdóttir og Gunnar Arason íshokkífólk SA áriđ 2021

Ragnhildur Kjartansdóttir og Gunnar Arason íshokkífólk SA áriđ 2021 Ragnhildur Kjartansdóttir hefur veriđ valin íshokkíkona SA og Gunnar Ađalgeir Arason

Ragnhildur Kjartansdóttir og Gunnar Arason íshokkífólk SA áriđ 2021

Ragnhildur Kjartansdóttir hefur veriđ valin íshokkíkona SA og Gunnar Ađalgeir Arason íshokkíkarl SA fyrir áriđ 2021.

Ragnhildur er 21 árs varnarmađur og fyrirliđi kvennaliđs SA sem urđu bćđi deildar- og Íslandsmeistarar áriđ 2021. Ragnhildur var stigahćsti leikmađur Íslandsmótsins en hún skorađi 11 mörk og gaf 9 stođsendingar í 7 leikjum og átti stóran ţátt í velgengni liđsins. Ţrátt fyrir ungan aldur hefur Ragnhildur leikiđ í meistaraflokki í 8 ár en hún lék einnig eitt tímabil erlendis ţar sem hún spilađi međ stórliđinu Färjestad í Svíţjóđ. Ragnhildur hefur spilađ 28 leiki fyrir kvennalandsliđs Íslands í íshokkí og var ađstođarfyrirliđi liđsins ţegar ţađ tók ţátt í undankeppni Ólympíuleikanna á árinu. Ragnhildur er mikil og góđ fyrirmynd en einnig leiđtogi sem leiđir međ sínu eigin fordćmi og er afskaplega vel ađ titlinum komin.

Gunnar Arason er 20 ára varnarmađur SA Víkinga. Gunnar kom ungur ađ árum inn í meistaraflokk SA áriđ 2016 ţá ađeins 15 ára gamall. 17 ára gamall fór Gunnar til Kanada og spilađi tvö tímabil međ A21 Academy en ţađan lá leiđin til Nyköping í Svíţjóđ ţar sem Gunnar spilađi hálft tímabil en snéri heim á miđju tímabili vegna Covid-19 veirunnar sem endađi tímabiliđ ytra. Gunnar kom ţví aftur heim í SA í byrjun árs 2021 og spilađi stórt hlutverk í liđi SA Víkinga sem unnu bćđi deildar- og Íslandsmeistaratitilinn 2021. Gunnar spilar einnig međ landsliđi Íslands í íshokkí en hann kom inn í karlaliđiđ áriđ 2019 en fyrir ţađ hafđi hann spilađ međ öllum yngri landsliđum Íslands og veriđ fyrirliđi bćđi U18 og U20 landsliđa Íslands. Gunnar leggur gríđarlega hart ađ sér og hefur ávallt gert til ţess ađ ná langt í íţróttinni sinni. Gunnar er frábćr liđsleikmađur sem settur liđiđ fram fyrir sjálfan sig og nýtur virđingar sem leiđtogi í sínum liđum. Gunnar gefur einnig mikiđ af sér til nćstu kynslóđar međ ţjálfun í yngri flokkum og er frábćr fyrirmynd í alla stađi.

 

Skautafélag Akureyrar er stolt af ađ hafa ţau Ragnhildi og Gunnar í sínum röđum og óskar ţeim innilega til hamingju međ titlanna.


  • Sahaus3