Minningarorđ um Guđmund Pétursson

Minningarorđ um Guđmund Pétursson Í júní síđast liđnum lést Guđmundur Pétursson, eđa Kubbi, eins og hann var oftast kallađur. Kubbi var virkur félagsmađur

Minningarorđ um Guđmund Pétursson

Í júní síđast liđnum lést Guđmundur Pétursson, eđa Kubbi, eins og hann var oftast kallađur. Kubbi var virkur félagsmađur frá barnsaldri og var gerđur ađ heiđursfélaga Skautafélagsins áriđ 1997.

Hann fćddist í Innbćnum áriđ 1940 ţar sem hann átti sín ćsku- og ungdómsár og byrjađi snemma ađ renna sér á skautum líkt og Innbćinga er siđur.

 Hann hefur allra manna lengst setiđ í formannsstóli SA, frá 75-76 og aftur frá 79 – 89.  Lengi vel bar hann félagiđ á herđum sér og barđist fyrir rekstri og viđhaldi skautasvćđanna hér í bćnum. Sá hann ţá bćđi um samskipti viđ íţrótta- og bćjaryfirvöld auk ţess sem hann skilađi ómćldri vinnu viđ uppbyggingu og viđhald svćđanna.

Hann hefur einnig veriđ manna ötulastur viđ ađ halda utan um sögu félagsins og var m.a. formađur ritnefndar viđ útgáfu bókarinnar um sögu félagsins sem Jón Hjaltason skrifađi og Skautafélagiđ gaf út áriđ 1998. 

Auk ţess ađ hafa bćđi spilađ íshokkí og blak og stundađ hrađhlaup međ Skautafélaginu hér á árum áđur ţá fór Kubbi viđ annan mann, fyrstur Íslendinga, erlendis á dómaranámskeiđ fyrir íshokkí.  Í framhaldinu dćmdi Guđmundur flesta leiki sem spilađi voru hérlendis.  Síđari ár stundađi hann krullu af nokkru kappi en hann kom ásamt öđrum ađ stofnun krulludeildarinnar sem og ađ stofnun blakdeildarinnar sem hélt úti ćfingum um árabil.

Kubbi var formađur Skautanefndar ÍSÍ sem kom á fyrsta Íslandsmótinu í íshokkí ţar sem ţrjú liđ tóku ţátt áriđ 1991 og síđar varđ hann fyrsti varaformađur Skautasambands Íslands ţegar ţađ var stofnađ áriđ 1995.  Hann hlaut gullmerki Íţróttasamband Íslands áriđ 1990 og áriđ 2010 veitti Íţróttaráđ Akureyrar honum viđurkenningu fyrir framlag hans til íţróttamála á Akureyri.

Kubbi var alla tíđ mikill skautafélagsmađur og fylgist vel međ starfsemi félagsins og alveg sérstaklega međ úrslitum íshokkíleikja.  Í seinni tíđ, eftir ađ heimsóknum í Skautahöllina fór ađ fćkka, ţá átti hann ţađ til ađ hringja í undirritađan í byrjun tímabils og fyrir úrslitakeppnirnar og taka stutt símtal um stöđu mála.  Keppnisskapiđ var mikiđ og SA hjartađ stórt og ţví reyndu íshokkíleikirnir mikiđ á taugarnar.

Ţađ var sérstaklega ánćgjulegt ađ Kubbi gat heiđrađ okkur međ nćrveru sinni á 80 ára afmćli félagsins fyrr á ţessu ári og upplifa hátíđina í kringum heimsmeistaramót kvenna sem haldiđ var hér í Skautahöllinni í febrúar. Ţađ verđur ekki hjá ţví komist ađ velta ţví fyrir sér hversu stóran ţátt hann Kubbi á í ţví hvernig viđ stöndum ađ vígi í dag en ţađ er fyrst og fremst fyrir atorku og dugnađ félagsfólks eins og hans, sem viđ höfum komist í gegnum erfiđa tíma og haldiđ áfram starfsemi Skautafélags Akureyrar. 

Viđ tökum ţví ofan hjálmana og kveđjum Kubba međ virđingu og ţökk fyrir samstarfiđ og öll handtökin sem unnin voru í ţágu félagsins okkar og íţróttanna sem hér eru stundađar. Fyrir hönd Skautafélags Akureyrar vil ég votta eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu, innilegar samúđarkveđjur. 

Sigurđur Sveinn Sigurđsson


  • Sahaus3