Árni hefur frá ţví ađ hann hóf ađ spila krullu áriđ 2006, náđ mjög góđum tökum á íţróttinni og er nú í fremstu röđ krullufólks, tćknilega nákvćmur og útsjónarsamur. Árni hefur gegnum tíđina veriđ máttarstólpi í liđi Garpa sem hafa unniđ marga titla á undanförnum árum m.a. Íslandsmeistaratitil árin 2015, 2017 og 2018. Einnig hefur Árni tekiđ ţátt í Evrópumótum á vegum Alţjóđa Krullusambandsins WCF. Árni er einn af ţeim sem ávallt er reiđubúin til starfa fyrir félagiđ og vinnur störf sín af fórnfýsi og samviskusemi. Ţetta er í fyrsta sinn sem Árni hlýtur ţann heiđur ađ vera valinn krullumađur ársins og er hann vel ađ titlinum kominn.
Krulludeild Skautafélags Akureyrar óskar Árna Grétari innilega til hamingju međ titilinn.