Ísold Fönn vinnur Evrópubikarinn annađ áriđ í röđ

Ísold Fönn vinnur Evrópubikarinn annađ áriđ í röđ Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigrađi lokamótiđ í 29th Coppa de Europa sem haldiđ var í Val de Fassa á

Ísold Fönn vinnur Evrópubikarinn annađ áriđ í röđ

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigrađi lokamótiđ í 29th Coppa de Europa sem haldiđ var í Val de Fassa á Canazei á Ítalíu í gćr. Sigurinn tryggđi henni sigur á mótaröđinni annađ áriđ í röđ en hún sigrađi einnig mótaröđina á síđasta ári.

Elísabet Kristjánsdóttir móđir Ísoldar hefur fylgt Ísold um gjörvalla Evrópu í vetur vegna ćfinga og keppni en hún sendi okkur ţessi orđ eftir mótiđ: Í gćr var lokamótiđ 29th Coppa de Europa haldiđ í gríđarlega fallegu umhverfi Val de Fassa í Canazei á Ítalíu í tćplega 1500 m hćđ. Ţetta er fjórđa mótiđ hennar Ísoldar á mótaröđinni í vetur. Áđur hafđi hún keppt í Sloveníu, Búlgaríu og Genf. Fyrir mótiđ á Ítalíu fékk Ísold ansi kvella matareitrun og hélt ekki miklu niđri. Hún var ekki vongóđ um ađ hún myndi keppa ţar sem hún var alls ekki í standi fyrir ćfingu sem keppendum bauđst kvöldiđ fyrir keppni. En henni fannst mikiđ í húfi ađ reyna ađ vera međ fyrst hún var mćtt á stađinn og hún og stúlka frá Búlgaríu voru hnífjafnar ađ stigum. Ţví var brugđiđ á gamalt herkćnsku bragđ…..HVÍLA ( OG DREKKA ). Ísold var 4. inná ís og gekk ekki alveg eins og hún ćtlađi sér en náđi ţó 38.48 stigum. Ţađ dugđi henni međ naumindum ađ ţessu sinni og ţađ var ţví stađreynd ađ hún var ađ vinna sinn aldursflokk í ţessari mótaröđ annađ áriđ í röđ.“

Frábćr árangur hjá ţessari mögnuđu íţróttastelpu, viđ óskum Ísold og foreldrum hennar innilega til hamingju međ árangurinn.


  • Sahaus3