Nú er íshokkítímabiliđ ađ hefjast vítt og breitt um heiminn og undirbúningstímabiliđ hjá íshokkífólkinu okkar erlendis í fullum gangi. Viđ eigum 5 stúlkur sem spila í 1. deildinni í Svíţjóđ og spiluđu ţćr allar sínu fyrstu leiki međ nýjum liđum um helgina og skemmtileg tilviljun ađ ţćr mćtust einmitt allar á sama mótinu. Silvía og Sunna Björgvinsdćtur byrjuđu tímbailiđ vel og hrósuđu sigri í MonkeySports bikarnum međ liđi sínu Södertälje en ţćr röđuđu einnig inn stigum fyrir sitt liđ. Silvía skorađi 3 mörk og átti eina stođsendingu og var nćst stigahćsti leikmađur mótsins. Sunna var međ 3 stođsendingar og fjórđi stigahćsti leikmađur mótsins og fékk einnig mikiđ lof fyrir varnarleikinn sinn og ţá sérstaklega í úrslitaleiknum. Ragnhildur Kjartansóttir og liđ hennar Färjestad spiluđu til úrslita gegn Södertälje og náđi Ragnhildur ađ opna markareikninginn í fyrsta leik mótsins en Ragnhildur er sóknarsinnađur varnarleikmađur af bestu gerđ. Saga Margrét Blöndal og Herborg Geirsdóttir spiluđu sem lánsleikmenn međ Vesteras í mótinu en báđar eru ţćr á mála hjá Troja/ljungby og ţóttu standa sig vel á mótinu.
Drengirnir okkar eru einnig ađ gera góđa hluti í Svíţjóđ en Unnar Hafberg Rúnarsson hefur hafiđ leik međ nýja liđinu sínu, Sollentuna U-18, og er búin ađ skora sín fyrstu mörk fyrir liđiđ. Uni Steinn Sigurđarsson hefur einnig dvaliđ í Svíţjóđ viđ ćfingar í ágúst og hefur fengiđ ađ ćfa og spila međ Trjoja/Ljungby U-15 og U-18 liđi ţeirra. Uni endađi dvöl sína ţar um helgina međ ţví ađ skora gullfallegt mark í sínum síđasta leik međ liđinu. Ţá er Axel Orongan komin aftur til Falu IF í Svíţjóđ eftir eins árs dvöl í Bandaríkjunum. Gunnar Arason hélt svo ytra á föstudag en hann er á sínu öđru tímabili međ A21 Academy í Kanada í vetur. Viđ munum fylgjast vel međ okkar leikmönnunum á erlendri grundu í vetur og birta fréttir um framgang ţeirra. Nokkrar skemmtilegar fréttir hafa veriđ fluttar af komu okkar leikmanna erlendis og ţćr má skođa međ ţví ađ smella á nafn leikmannanna í ţessari frétt.