Aldís Kara Bergsdóttir er skautakona ársins íSS áriđ 2020

Aldís Kara Bergsdóttir er skautakona ársins íSS áriđ 2020 Skautasamband Íslands hefur valiđ Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2020. Aldís Kara

Aldís Kara Bergsdóttir er skautakona ársins íSS áriđ 2020

Skautasamband Íslands hefur valiđ Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2020. Aldís Kara ćfir međ Skautafélagi Akureyrar undir leiđsögn Darja Zajcenko. Ţetta er í annađ sinn sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins, síđast áriđ 2019.

Stjórn ÍSS telur Aldísi Köru verđugan fulltrúa Skautasambandsins ţar sem hún hefur sýnt mikinn dugnađ og metnađ viđ iđkun sinnar íţróttar. Hún hefur skarađ fram úr međal jafningja og ber ţar helst ađ nefna ţátttöku hennar á Heimsmeistaramóti Unglinga í Tallin í mars. Var hún ţá fyrst Íslendinga til ţess ađ vinna sér inn keppnisrétt og keppa á heimsmeistaramóti í einstaklings skautum.

Skautarar geta eingöngu unniđ sér inn stig sem gilda til ţátttöku á ISU meistaramóti á mótum sem skráđ eru á keppnislista ISU og viđurkennd af ţeim. Ţađ eru svokölluđ Alţjóđleg mót af ISU lista og eru strangar kröfur sem gilda um samsetningu dómarapanels og lágmarksfjölda skráđra keppenda á mótinu. Íslenskir keppendur ţurfa ţví ađ fara erlendis til ađ reyna viđ lágmarksstigin en eina mótiđ á Íslandi sem gildir til stiga (sé lágmarks fjölda keppenda náđ) er Reykjavík International Games.

Ná ţarf lágmarks tćknistigum í bćđi stutta og frjálsa prógraminu en ekki ţarf ađ gera ţađ á sama mótinu. Lágmarks tćknistig í Junior Ladies eru 23.00 stig í stuttu prógrami og 38.00 stig í frjálsu prógrami.

Áriđ 2020 byrjađi hjá Aldísi Köru međ keppni á RIG 2020 sem fram fór í Laugardalnum. Ţar fékk hún 113.54 stig og náđi einnig lágmörkum á heimsmeistarmót unglinga í stuttu prógrami, ţá í annađ sinn á keppnistímabilinu.

Nćsta mót hjá henni var Norđurlandamótiđ sem fram fór í Stavanger í Noregi. Ţar fékk Aldís Kara 115.39 stig en ţađ eru hćstu stig sem íslenskur skautari hefur fengiđ á Norđurlandamóti. Á mótinu náđi Aldís Kara lágmarks stigum fyrir heimsmeistaramót unglinga í frjálsu prógrammi og varđ ţar af leiđandi fyrsti skautari Íslands sem nćr ţeim árangri.

Í byrjun mars 2020 keppti hún svo á Heimsmeistaramóti Unglinga í Tallin í Eistlandi. Ţar stóđ hún sig međ prýđi og endađi í 35. sćti af 48 keppendum. Ţetta var frábćr byrjun hjá Aldísi Köru á heimsmeistaramóti og gríđarlega stórt skref í íslenskri skautasögu.

Nýtt keppnistímabil hófst svo međ ţví ađ Aldís Kara keppti á Haustmóti ÍSS og ţar fékk hún 117.85 stig.

Aldís Kara er kappsfullur íţróttamađur sem leggur sig fram í íţrótt sinni. Hún er yngri iđkendum góđ fyrirmynd bćđi í framkomu og viđhorfi til íţróttarinnar. Hún er ţví vel ađ ţessum titli komin.*

Skautafélag Akureyrar óskar Aldísi Köru hjartanlega til hamingju međ titilinn.

*fréttin er fengin af heimasíđu ÍSS: www.iceskate.is


  • Sahaus3