Ásynjur međ sigur í síđasta deildarleiknum sínum

Ásynjur međ sigur í síđasta deildarleiknum sínum Ţađ hefur oft sést fallegra hokkí í skautahöllinni heldur en í gćrkvöldi, laugardagskvöld, ţegar Ásynjur

Ásynjur međ sigur í síđasta deildarleiknum sínum

Úr leik liđanna fyrr á tímabilinu (mynd: Elvar P.)
Úr leik liđanna fyrr á tímabilinu (mynd: Elvar P.)

Ţađ hefur oft sést fallegra hokkí í skautahöllinni heldur en í gćrkvöldi, laugardagskvöld, ţegar Ásynjur tóku á móti Reykjavíkurstúlkum. Ţetta var síđasti leikur Ásynja fyrir úrslitakeppnina sem hefst á ţriđjudagskvöldiđ. Ásynjur mćttu óvenju fjölmennar ţrátt fyrir meiđsli en Guđrún Blöndal og Sólveig Gćrdbo Smáradóttir spiluđu međ eftir töluvert hlé.

Fyrsta lota var tíđindalítil, mikiđ var um mistök hjá báđum liđum og Ásynjum gekk illa ađ ná góđu spili. Sarah kom ţeim ţó yfir ţegar rúmar fimm mínútur voru liđnar af leiknum međ lúmsku skoti. Jónína kom ţeim svo í 2-0 ţegar rúmar sex mínútur voru eftir af lotunni eftir hasar fyrir framan mark Reykjavíkurstúlkna.

Önnur lota byrjađi eins og sú fyrsta hafđi veriđ, Ásynjum gekk illa ađ halda pekkinum inn í sóknarsvćđinu og áttu mikiđ af misheppnuđum sendingum. Ţegar á leiđ lotuna fóru ţćr ţó ađ ná betra spili og ţegar tćpar 3 mínútur voru eftir af lotunni skorađi Bergţóra og Sólveig bćtti fjórđa markinu viđ ţegar rúm hálf mínúta var til leikhlés.

Ţegar tćpar sjö mínútur voru liđnar af ţriđju lotu skorađi Díana Mjöll gott mark og kom Ásynjum í 5-0. Ţegar lotan var rúmlega hálfnuđ var Guđrún Blöndal send út af fyrir ólöglegan búnađ en kylfan hennar hafđi brotnađ. Reykjavíkurliđiđ nýtti sér liđsmuninn og skorađi sitt fyrsta og eina mark í yfirtölunni. Jónína innsiglađi síđan sigur Ásynja ţegar tćpar fimm mínútur voru eftir af lotunni, lokastađan 6-1.

Bart Moran, ţjálfari Ásynja sagđi eftir leikinn ađ leikurinn hefđi aldrei náđ ađ flćđa vel en bćđi liđ hefđu barist vel. Ásynjur hefđu haft yfirhöndina allan leikinn og stjórnađ honum ţó Reykjavíkurliđiđ hefđi átt sína spretti. Ţćr hefđu ţó ekki ráđiđ viđ ítrekađar sóknir Ásynja eins og lokatölur báru međ sér.

Mörk (stođsendingar): Jónína 2, Sarah 1 (3), Bergţóra 1 (2), Sólveig 1, Díana 1, Thelma (2), Anna Sonja (1) og Harpa (1)


  • Sahaus3