Aldís Kara Bergsdóttir skautakona ársins 2022 á Íslandi

Aldís Kara Bergsdóttir skautakona ársins 2022 á Íslandi Skautasamband Íslanda hefur valiđ Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2022. Er ţetta í

Aldís Kara Bergsdóttir skautakona ársins 2022 á Íslandi

Skautasamband Íslanda hefur valiđ Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2022. Er ţetta í fjórđa sinn sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins.

Í janúar 2022 keppti Aldís Kara fyrst íslenskra skautara á Evrópumeistaramótinu sem haldiđ var í Tallinn, Eistlandi, og hlaut 42,23 stig  sem skilađi henni 34. sćti. Eftir ţátttöku sína á Evrópumeistaramótinu keppti hún á Norđurlandamótinu í Hřrsholm, Danmörku en ţar hlaut hún alls 119,75 stig. En ţađ eru hćstu stig sem íslenskur skautari hefur fengiđ á Norđurlandamóti. Aldís lauk svo tímabílinu međ ţátttöku sinni á RIG međ alls 117,31 stig. Síđasta mót Aldísar var svo Haustmót 2022 sem haldiđ var í Egilshöll ţar sem hún fékk 93,19 stig.

Aldís Kara Bergsdóttir tilkynnti nýveriđ ađ hún hefđi lagt skautana á hilluna eftir 15 ára farsćlan skautaferil. Hún ćfđi međ Skautafélagi Akureyrar lengst af undir leiđsögn Iveta Reitmayerova en síđar Darja Zajcenko. Síđustu mánuđi hafđi hún fćrt sig yfir til Fjölnis og unniđ ţar undir leiđsögn Benjamin Naggiar.

Sem fráfarandi afreksskautari í Senior flokki var Aldís Kara sífellt ađ bćta sinn persónulega árangur en Íslandsmet hennar eru 136,14 heildarstig sem hún náđi á Íslandsmóti 2021. Besta árangri sínum á alţjóđlegu móti náđi hún á Finlandia Trophy 2021 ţar sem hún hlaut 122,11 heildarstig.

Ţátttaka hennar er ekki síđur mikilvćg fyrir alla íţróttina en hún er fyrsti íslenski skautarinn til ađ hljóta ţátttökurétt á Heimsmeistaramóti Unglinga og á Evrópumeistaramóti í 27 ára sögu Skautasambandsins.

Allan sinn skautaferil hefur Aldís Kara veriđ gríđarlega mikilvćg fyrirmynd fyrir sér yngri skautara ţar sem hún hefur ávallt unniđ ađ sínum markmiđum af mikilli elju. Er ekki annađ hćgt ađ segja en ađ hún geti gengiđ stolt frá borđi.

*Fréttin birtist á Iceskate.is


  • Sahaus3