Flýtilyklar
Fréttir
SA með yfirburði í fyrsta leik úrslitakeppni kvenna
21. apríl 2021 - Lestrar 28
SA vann stórsigur á Fjölni í fyrsa leik úrslitakeppninnar í Hertz-deild kvenna en lokatölur urðu 13-1. SA getur tryggt sér titilinn á fimmtudag þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn. Lesa meira
Fyrsti leikur í úrslitakeppni kvenna á þriðjudag
16. apríl 2021 - Lestrar 54
Úrslitakeppnin í Hertz-deild kvenna hefst núna á þriðjudag þegar SA stúlkur taka þá á móti Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Leikurinn hefst leikurinn kl. 19.30 en liðið sem fyrr vinnur 2 leiki verður Íslandsmeistari. Annar leikur liðanna verður spilaður í Reykjavík fimmtudaginn 22. apríl og sá þriðji ef til kemur á Akureyri á laugardaginn 24. apríl. Lesa meira
SA Víkingar Deildarmeistarar
20. mars 2021 - Lestrar 133
SA Víkingar tryggðu sér Deildarmeistaratitilinn í Hertz-deild karla í gærkvöld þegar þeir lögðu SR 8-3. SA Víkingar hafa unnið 8 af 9 leikjum sínum í deildinni og eru með 24 stig en Fjölnir er með 13 stig í öðru sæti og SR með 2 stig. SA Víkingar spila við SR öðru sinni í kvöld en lítið eru undir hjá Víkingum á meðan SR þurfa að hafa sig allan við til að eygja möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Lesa meira
SA Víkingar taka á móti SR í tvíhöfða um helgina í Hertz-deildinni
18. mars 2021 - Lestrar 64
SA Víkingar taka um helgina á móti SR í tvíhöfða í Hertz-deild karla. Fyrri leikurinn er á föstudag kl. 19:30 og sá síðar á laugardag kl. 17:45 báðir í Skautahöllinni Akureyri. SA Víkingar sem hafa verið á mikilli siglingu og unnið 7 af 8 leikjum sínum í deildinni geta með sigri tryggt sér deildarmeistaratitilinn strax á föstudag. Lesa meira
SA Bikarmeistari ÍSS 2021
15. mars 2021 - Lestrar 108
Um helgina lauk Bikarmótaröð ÍSS og hreppti Skautafélag Akureyrar Bikarmeistaratitil ÍSS með 103 stig. Stúlkurnar okkar stóðu sig frábærlega og unnu gullverðlaun í Advanced Novice, Junior og Senior. Lesa meira
SA Víkingar með sannfærandi sigur á Fjölni í kvöld
13. mars 2021 - Lestrar 108
SA Víkingar unnu Fjölni í kvöld 5-0 í Hertz-deild karla. Leikurinn var vel spilaður af báðum liðum og mikil skemmtun en uppselt var á leikinn í kvöld. Lesa meira
SA Víkingar - Fjölnir í Hertz-deildinni laugardag kl. 17:45
11. mars 2021 - Lestrar 131
SA Víkingar taka á móti Fjölni í Hertz-deildinni á laugardag - kl. 17:45 í Skautahöllinni Akureyri.
Húsið opnar kl. 17:15 - við biðjum fólk um að sýna þolinmæði í afgreiðslu þar sem skrá þarf alla í sæti á leiðinni inn. Ath. að einungis er hægt að taka við ákveðnum fjölda áhorfenda og miðasölu á staðnum verður því hætt um leið og þeim fjölda er náð. Miðaverð er 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri. Mætum í rauðu og styðjum okkar lið til sigurs. Það er grímuskyldu í stúku! Lesa meira
Íslandsmótið í krullu 2021
09. mars 2021 - Lestrar 175
Íslandsmótið í Krullu hefst mánudaginn 15.mars. Lesa meira
SA deildarmeistarar í Hertz-deild kvenna
08. mars 2021 - Lestrar 118
Kvennalið SA tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Hertz-deildinni nú um helgina þegar liðið lagið SR tvívegis að velli í Laugardalnum. SA vann leikina nokkuð sannfærandi 12-0 þann fyrri og 9-0 þann seinni. Liðið tryggði sér einnig heimaleikjaréttinn í úrslitakepninni sem leikinn verður í maí. SA hefur farið taplaust í gegnum tímabilið það sem af er og unnið alla 7 leiki sína. Við óskum liðinu okkar til hamingju með deildarmeistaratitilinn. Lesa meira
SA Víkingar með tap gegn Fjölni í kvöld
27. febrúar 2021 - Lestrar 154
SA Víkingar töpuðu fyrir Fjölni í seinni leik tvíhöfða-helgar í Hertz-deild karla í kvöld – lokatölur 2-4. Fyrsta tap SA Víkinga á tímabilinu staðreynd og liðin skilja því jöfn eftir helgina en SA Víkingar eru en á toppi deildarinnar með 18 stig og Fjölnir í öðru sæti með 9 stig og einn leik til góða á Víkinga. Lesa meira
SA Víkingar stórgóðir í fyrri leik tvíhöfðans gegn Fjölni
26. febrúar 2021 - Lestrar 192
SA Víkingar unnu stórsigur, 8-2 á Fjölni í Hertz-deild karla í kvöld. Leikurinn var fyrri leikur tvíhöfða-helgar en SA Víkingar taka aftur á móti Fjölni annað kvöld í Skautahöllinni á Akureyri. Alex Máni Sveinsson átti flottann leik og skoraði þrennu í leiknum. Lesa meira
SA Víkingar - Fjölnir föstudagskvöld kl. 19:30 - með áhorfendum!
25. febrúar 2021 - Lestrar 210
SA Víkingar taka á móti Fjölni á föstudagskvöld kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar hafa spilar reglulega vel það sem af er tímabili og eru efstir í Hertz-deildinni með fimm sigra úr jafn mörgum leikjum. Búið að aflétta áhorfendabanni og getum við tekið við um 100 áhorfendum fæddum fyrir 2005 Lesa meira
Akureyrarmót í Krullu
22. febrúar 2021 - Lestrar 140
Önnur umferð Akureyrarmótsins verður í kvöld Lesa meira
SA stúlkur með tvö sigra í Hertz-deild kvenna um helgina
15. febrúar 2021 - Lestrar 151
SA stúlkur lögðu Fjölni tvívegis um helgina í Hertz-deild kvenna, 9-0 á laugardag og svo 17-0 á sunnudag. SA er því komið með yfirburða stöðu í deildarkeppninni með 15 stig eftir 5 leiki spilaða en Fjölnir er í öðru sæti með 3 stig en eiga einn leik til góða. Lesa meira
Tvíhöfði hjá SA í Hertz-deild kvenna um helgina
12. febrúar 2021 - Lestrar 189
Tveir leikir fara fram á Akureyri um helgina í Hertz-deild kvenna þegar Fjölnir sækir okkar stúlkur heim í tvíhöfða. Leikirnir eru á laugardag kl. 17.45 og sunnudag kl. 9.00. Liðin mætust síðast í Egilshöll í september en þá sigraði SA með 5 mörkum gegn 3. Það er áhorfendabann á leikina en þeim verður báðum streymt í beinni útseningu á ÍHÍ-TV. Lesa meira
Sigrar hjá öllum SA liðunum í leikjum helgarinnar
01. febrúar 2021 - Lestrar 104
SA hokkí liðin unnu sigra í öllum leikjum helgarinnar en keppt var í Hertz-deildum kvenna og karla ásamt U-18. Kvennalið SA vann stórsigra á nýliðum SR í tvíhöfða á Akureyri 17-2 og 19-0. SA Víkingar unnu 5-1 sigur á Fjölni í Egilshöll á laugardag og U18 lið SA vann 6-3 sigur á Fjölni á föstudagskvöld. Lesa meira
Frábær árangur SA stúlkna á Reykjavíkurleikunum um helgina.
01. febrúar 2021 - Lestrar 107
Íslandsmet og persónulegmet féllu um helgina Lesa meira
Á næstunni
Engir viðburðir á næstunni